Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: "Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 21:16 Elísabet Ronaldsdóttir. Vísir/EPA „Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
„Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29
Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07