Hjónavígslum á vegum Siðmenntar snarfjölgar Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hér sést Bjarni Snæbjörnsson, einn af athafnarstjórum Siðmenntar, við hjónavígslu á Búðum á Snæfellsnesi. KRISTÍN MARÍA FYRIR PINK ICELAND „Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00
Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00