Enn ein morðhrinan skekur Chicago Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Lögreglumenn á vettvangi einnar af fjölmörgum skotárásum undanfarinnar helgar. Yfirvöld í Chicago reyna að kljást við morðölduna en illa gengur. Lögreglu tekst aðeins að leysa lítið brot morðmála. Vísir/getty Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira