Írinn geðþekki hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember fyrir tveimur árum þegar hann barðist við Eddi Alvarez en hann keppti síðast við Floyd Mayweather í hnefaleikum í ágúst í fyrra.
Rússinn Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 26 bardaga sína en sá síðasti var á móti Al Iaquinta í apríl síðastliðnum. Nurmagomedov er 10-0 í bardögum innan UFC.
Conor McGregor hefur unnið 21 af 24 bardögum sínum en hann tapaði síðast á móti Nate Diaz 5. mars 2016 sem er eina tapið hans í bardaga innan UFC.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) August 3, 2018