Hafa rætt við Hamrén Ingvi Þór skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira