Lykilvitni ber mögulega ekki vitni gegn kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 20:28 Reiknað hefur verið með því að vitnisburður Rick Gates skipti sköpum í málinu gegn Manafort. Óljóst er hvort að hann beri vitni í málinu. Vísir/EPA Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20