Icelandair Group tapaði 2,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 05:59 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair vísir/gva Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30
Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15