
Upp við vegg
Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt. Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra – til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda. Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðalfargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum.
Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostnaður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum – frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega 20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver innlend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara.
Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélaganna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðingarnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvandræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma, og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns, með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í. Tíminn vinnur ekki með félaginu.
Skoðun

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar