
Réttað yfir meintum morðingjum Kim Jong-nam í nóvember

Konurnar tvær, Siti Aisyah og Doan Thi Huong, náðust á myndband þar sem önnur þeirra tók utan um augu Kim og hin makaði taugaeitrinu framan í hann.
Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam
Þær segjast vera fórnarlömb ráðabruggs Norður-Kóreu. Þær segjast hafa verið vissar um að þær væru að taka þátt í raunveruleikasjónvarpi með því að hrekkja fólk. Þær segjast hafa fengið greitt fyrir að gera sama hlutinn við fjölda fólks á dögunum fyrir morðið.
Þær gætu verið dæmdar til dauða, verði þær fundnar sekar um morð.
Réttarhöldin yfir konunum munu fara fram í nóvember. AP segir að Siti Aisyah muni vera fyrsta vitnið til að bera vitni.
Fjórir menn, sem taldir eru vera útsendarar Norður-Kóreu, hafa einnig verið ákærðir. Þeir yfirgáfu Malasíu hins vegar þegar morðið var framið og hafa ekki fundist.
Tengdar fréttir

Morðið á Kim Jong Nam: Einn grunaðra segir lögreglu hafa hótað að drepa fjölskyldu sína
Ri Jong Chol, einn þeirra sem grunaður er um aðild að launmorðinu á King Jong Nam, segir lögreglu hafa hótað að drepa konu hans og börn ef hann myndi ekki játa þátt sinn í morðinu.

Leifar af VX fundust á konunum sem myrtu Kim
Konurnar eru sagðar hafa gengið að honum á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu í febrúar og smurt taugaeitrinu framan í hann.

Skila líki Kim Jong Nam til Norður-Kóreu
Hálfbróðir einræðisherra Norður-Kóreu var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur.

Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam
Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Taugaeitur notað til að myrða hálfbróður Kim Jong-un
Bandarísk yfirvöld ætla að beita Norður-Kóreu frekari refsiaðgerðum vegna morðsins.

Eiga yfir höfði sér dauðadóm
Konurnar tvær sem grunaður eru um að hafa myrt hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu lýstu yfir sakleysi sínu við upphaf réttarhaldanna gegn þeim í Malasíu nú í morgun.