UEFA hlustaði ekki á kvörtun KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 14:25 Íslenska kvennalandsliðið á Algarve fyrr á þessu ári. Vísir/Getty Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira