Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA „Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira