Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaðan sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/ Heiður Óladóttir Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Grundarfjörður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Grundarfjörður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira