Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 10:15 Jemenar virða fyrir sér rútuna sem eyðilagðist. Um fjörutíu börn eru sögð hafa farist í árásinni. Vísir/EPA Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13