Ómótstæðilegt bananatriffli á fimmtán mínútum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2018 11:30 Heldur betur girnilegt triffli. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í gær en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn.Ómótstæðilegt triffli á fimmtán mínútumBotn og fylling:• 200 g hafrakex• 100 g smjör• 500 g vanilluskyr• 250 ml rjómi• 1 tsk vanilludroparSöltuð karamellusósa með bananabitum• 5 msk sykur• 4 msk smjör• 1 ½ dl rjómi• 2 bananarAðferð:1. Útbúið saltaða karamellusósu með því að bræða sykur á pönnu við vægan hita, bætið smjörinu saman við og því næst smátt skornum bananabitum. Hellið rjómanum saman við í lokin og hrærið þar til þið eruð ánægð með þykktina á sósunni. 2. Hellið sósunni í skál og kælið á meðan þið útbúið bæði botn og fyllingu. 3. Setjið hafrakex og smjör í matvinnsluvél og maukið þar til kexið er orðið afar fínt. 4. Þeytið rjóma, blandið vanilluskyrinu varlega saman við ásamt vanilludropum. 5. Setjið kexmylsnu í botninn á glasi, því næst skyrblandan og karamellusósan fer yfir. Endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög.Hér að neðan má sjá hvernig Eva Laufey matreiðir réttinn. Eftirréttir Eva Laufey Triffli Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í gær en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn.Ómótstæðilegt triffli á fimmtán mínútumBotn og fylling:• 200 g hafrakex• 100 g smjör• 500 g vanilluskyr• 250 ml rjómi• 1 tsk vanilludroparSöltuð karamellusósa með bananabitum• 5 msk sykur• 4 msk smjör• 1 ½ dl rjómi• 2 bananarAðferð:1. Útbúið saltaða karamellusósu með því að bræða sykur á pönnu við vægan hita, bætið smjörinu saman við og því næst smátt skornum bananabitum. Hellið rjómanum saman við í lokin og hrærið þar til þið eruð ánægð með þykktina á sósunni. 2. Hellið sósunni í skál og kælið á meðan þið útbúið bæði botn og fyllingu. 3. Setjið hafrakex og smjör í matvinnsluvél og maukið þar til kexið er orðið afar fínt. 4. Þeytið rjóma, blandið vanilluskyrinu varlega saman við ásamt vanilludropum. 5. Setjið kexmylsnu í botninn á glasi, því næst skyrblandan og karamellusósan fer yfir. Endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög.Hér að neðan má sjá hvernig Eva Laufey matreiðir réttinn.
Eftirréttir Eva Laufey Triffli Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist