

Á sunnudaginn var lokaþátturinn í Jólaboð Evu. Í þættinum eldaði Eva Laufey í beinni útsendingu í eldhúsinu heima hjá sér. Fékk hún til sín góða gesti samhliða því sem hún útbjó flotta smárétti sem tilvalið er að bera fram um hátíðirnar eða við annað gott tilefni.
Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran deilir jólaeftirrétti með fylgjendum sínum á Facebook en um er að ræða piparköku, karamellu brownie og hvítsúkkulaðiostaköku triffli.
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í gær en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.
Eva Laufey sótti sælkerann og veitingahúsaeigandann Hrefnu Sætran heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Hrefna hrissti fram úr erminni ómótstæðilegan kalkúnarétt ásamt einföldum og girnilegu Oreo triffle í eftirrétt.
Makkarónukökurnar eru muldar í 6 litlar skálar og bleytt vel í þeim með sérrí.
Sérrífrómas er algengur eftirréttur á jólaborðum landsmanna. Ekki kunna þó allir að búa hann til. Björn Bragi Bragason, matreiðslumaður í Perlunni, gerir hann á þann hátt sem hér er lýst svo nú getum við hin farið að spreyta okkur.