Hvað skal gera við þá dauðu? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Tengdar fréttir Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst.
Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun