Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 12:00 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville í gær. Skjáskot/EA Sports Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56