Stefnir ríkinu vegna Vafningsmálsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2018 07:30 Úr aðalmeðferð Vafningsmálsins í héraði. Guðmundur er lengst til vinstri og Þórður við hlið hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira