Umhverfisógn eyris? María Bjarnadóttir skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Rafeyrir verður til með því að láta öflugar tölvur leysa flóknar stærðfræðiþrautir á sem skemmstum tíma. Hann er ekki áþreifanlegur eins og seðlar og myntir og er aðeins til á stafrænu formi. Sumum finnst þetta skrýtið, en hérna í nútímanum er ansi margt hálffurðulegt. Frægastur rafauranna er líklega Bitcoin, sem varð fyrst alræmdur fyrir að vera gjaldeyrir í hinum dimmu dölum internetsins og greiðslumáti fyrir vafasöm viðskipti og ólöglegar vörur. Bitcoin hefur þó notið síaukinna vinsælda og öðlast vaxandi virðingu í samfélagi fjármagnsins. Ekki er langt síðan opnaður var Bitcoin-hraðbanki á Íslandi, þó það sé bara hægt að leggja inn en ekki taka út (og því augljóslega ekki partur af Gleðibankasamsteypunni). Ensk úrvaldsdeildarlið í knattspyrnu tilkynntu nýlega um að þau hefðu gert auglýsingasamkomulag við rafeyrismiðlara sem ætlaði að greiða þeim fyrir með Bitcoin og opna á möguleika til að kaupa miða á leiki félaganna með eyrinum. Þó að Bitcoin sé ekki peningar í hefðbundnum skilningi á eyririnn það sameiginlegt með ýmsum verðmætum að hafa veruleg áhrif á umhverfi sitt þegar grafið er eftir honum. Nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun vegna rafeyrisgraftar í heiminum verði á borð við heildarnotkun Argentínu á rafmagni. Ísland með sitt lága raforkuverð og náttúrulega kælingu fyrir öflugar tölvur er að sjálfsögðu orðið eftirsóttur staður fyrir rafeyrisgröft. Það er þó rétt að gæta þess að rafeyrir skapast ekki úr engu. Gröfturinn skapar álag á náttúruauðlindir rétt eins og gröftur eftir kolum eða olíu – þó að áhrifin komi fram með öðrum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir María Bjarnadóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Rafeyrir verður til með því að láta öflugar tölvur leysa flóknar stærðfræðiþrautir á sem skemmstum tíma. Hann er ekki áþreifanlegur eins og seðlar og myntir og er aðeins til á stafrænu formi. Sumum finnst þetta skrýtið, en hérna í nútímanum er ansi margt hálffurðulegt. Frægastur rafauranna er líklega Bitcoin, sem varð fyrst alræmdur fyrir að vera gjaldeyrir í hinum dimmu dölum internetsins og greiðslumáti fyrir vafasöm viðskipti og ólöglegar vörur. Bitcoin hefur þó notið síaukinna vinsælda og öðlast vaxandi virðingu í samfélagi fjármagnsins. Ekki er langt síðan opnaður var Bitcoin-hraðbanki á Íslandi, þó það sé bara hægt að leggja inn en ekki taka út (og því augljóslega ekki partur af Gleðibankasamsteypunni). Ensk úrvaldsdeildarlið í knattspyrnu tilkynntu nýlega um að þau hefðu gert auglýsingasamkomulag við rafeyrismiðlara sem ætlaði að greiða þeim fyrir með Bitcoin og opna á möguleika til að kaupa miða á leiki félaganna með eyrinum. Þó að Bitcoin sé ekki peningar í hefðbundnum skilningi á eyririnn það sameiginlegt með ýmsum verðmætum að hafa veruleg áhrif á umhverfi sitt þegar grafið er eftir honum. Nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun vegna rafeyrisgraftar í heiminum verði á borð við heildarnotkun Argentínu á rafmagni. Ísland með sitt lága raforkuverð og náttúrulega kælingu fyrir öflugar tölvur er að sjálfsögðu orðið eftirsóttur staður fyrir rafeyrisgröft. Það er þó rétt að gæta þess að rafeyrir skapast ekki úr engu. Gröfturinn skapar álag á náttúruauðlindir rétt eins og gröftur eftir kolum eða olíu – þó að áhrifin komi fram með öðrum hætti.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun