Úlfur, úlfur Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar