Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 08:12 Bandarísku forsetahjónin, Melania og Donald Trump. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46