Sara væri til í að stríða liðsfélögum sínum á morgun en bíður með yfirlýsingarnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 15:00 Freyr Alexandersson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefði ekkert á móti því að stríða liðsfélögum sínum í Wolfsburg aðeins á morgun þegar að Ísland og Þýskaland mætast í undankeppni HM 2019. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM en Þýskaland þarf að fara í umspilið. Með Þýskalandi spila nokkrar vinkonur Söru úr þýska stórveldinu WfL Wolfsburg. „Það kitlar svolítið. Það myndi vera mjög skemmtilegt. Eftir fyrri leikinn var ekki mikið sagt. Það var hljótt í búningsklefanum. Við skulum bíða með yfirlýsingar samt," sagði Sara en hefur þessi leikur verið mikið ræddur á undirbúningstímabilinu hjá Wolfsburg? „Við höfum ekki rætt leikinn mikið. Við höfum meira rætt um veðrið og annað svona á léttu nótunum. Við höfum ekki sagt of mikið,“ sagði Sara. Miklar væntingar voru gerðar til stelpnanna á EM á síðasta ári en ekki gekk það eftir. Telur Sara að pressan og fjölmiðlafárið í kringum það mót hjálpi í þessum stórleik á morgun? „Það voru miklar kröfur settar á okkur fyrir EM og sjálfar settum við kröfur á okkur sem við stóðum ekki undir. Það var smá sjokk fyrir okkur. Við höfum samt spilað vel í undankeppninni, erum í frábærri stöðu og eigum það skilið,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. Textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum má sjá hér að neðan.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefði ekkert á móti því að stríða liðsfélögum sínum í Wolfsburg aðeins á morgun þegar að Ísland og Þýskaland mætast í undankeppni HM 2019. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM en Þýskaland þarf að fara í umspilið. Með Þýskalandi spila nokkrar vinkonur Söru úr þýska stórveldinu WfL Wolfsburg. „Það kitlar svolítið. Það myndi vera mjög skemmtilegt. Eftir fyrri leikinn var ekki mikið sagt. Það var hljótt í búningsklefanum. Við skulum bíða með yfirlýsingar samt," sagði Sara en hefur þessi leikur verið mikið ræddur á undirbúningstímabilinu hjá Wolfsburg? „Við höfum ekki rætt leikinn mikið. Við höfum meira rætt um veðrið og annað svona á léttu nótunum. Við höfum ekki sagt of mikið,“ sagði Sara. Miklar væntingar voru gerðar til stelpnanna á EM á síðasta ári en ekki gekk það eftir. Telur Sara að pressan og fjölmiðlafárið í kringum það mót hjálpi í þessum stórleik á morgun? „Það voru miklar kröfur settar á okkur fyrir EM og sjálfar settum við kröfur á okkur sem við stóðum ekki undir. Það var smá sjokk fyrir okkur. Við höfum samt spilað vel í undankeppninni, erum í frábærri stöðu og eigum það skilið,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. Textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00 Fór fyrst í gallabuxur í 10. bekk og vildi fermast í HK-gallanum Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir getur ekki beðið eftir morgundeginum þegar að stelpurnar okkar mæta Þýskalandi fyrir fullu húsi. 31. ágúst 2018 12:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00
Fór fyrst í gallabuxur í 10. bekk og vildi fermast í HK-gallanum Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir getur ekki beðið eftir morgundeginum þegar að stelpurnar okkar mæta Þýskalandi fyrir fullu húsi. 31. ágúst 2018 12:00