Undirbúa hópmálsókn vegna hækkunar á fasteignagjöldum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Hvergi á landinu eru jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fréttablaðið/hag Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira