Verkefnum fjölgar – úr vörn í sókn Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Þörf fyrir dagdvalarrými hefur aukist á undanförnum árum en eftir efnahagshrunið hefur þeim því miður ekki fjölgað nægilega hratt. Ástandið er enn eitt dæmið um afleiðingar hrunsins á heilbrigðiskerfið, þar sem dregið var úr fjármagni sem rann til innviða og uppbygging í mörgum málaflokkum var stöðvuð. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað rísa réttmætar kröfur um endurbætur á nánast öllum sviðum samfélagsins, þar á meðal á þessu sviði. Því miður er ómögulegt að ætla sér að leysa öll vandamál í einu vetfangi en viðsnúningurinn er hafinn. Í heilbrigðisráðuneytinu er nú unnið að stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Í þeirri vinnu hefur ýmsum spurningum verið varpað fram; hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við veita, hvernig getum við tryggt að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og hvernig greiðum við fyrir hana, hvernig aukum við þátttöku sjúklinganna sjálfra í veitingu heilbrigðisþjónustu, hvaða gæðakröfur eru gerðar, hvernig stöndum við að menntun heilbrigðisstarfsfólks og hvernig tryggjum við nægilegan mannafla í heilbrigðiskerfinu, hvernig innleiðum við nýja tækni og ný lyf og hvernig stöndum við að vísindastarfi og nýsköpun? Öllum þessum spurningum og fleirum þarf að svara til þess að við getum forgangsraðað því fjármagni sem rennur til heilbrigðismála. Markmiðið er að gera tilraun til þess að svara þessum spurningum í haust, í samvinnu við heilbrigðisstofnanir og aðrar stofnanir heilbrigðisráðuneytisins, auk þess sem frekari umræða um þær mun fara fram á heilbrigðisþingi sem ég mun boða til í nóvember.Verkefni samfélagsins alls Umræðan undanfarið um skort á dagvistunarúrræðum fyrir heilabilaða endurspeglar hluta af aukinni þörf fyrir fjölbreytta þjónustu fyrir aldraða og ekki síst þá sem glíma við heilabilum. Þjónusta við þann hóp er verkefni samfélagsins alls og með framkvæmd þeirrar þjónustu fer heilbrigðiskerfið – þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu, félagsmálayfirvöld og sveitarfélögin þegar um er að ræða búsetu, t.a.m. sérstök búsetuúrræði og þegar um er að ræða dægradvöl og tómstundir. Stundum skarast þessi svið auk þess sem ólíkt kann að vera milli sveitarfélaga hvaða þjónusta er veitt og hvernig samstarfi við ríkið eða fyrirtæki í velferðarþjónustu er háttað í hverju tilviki. Nú er það svo að ríkið greiðir þeim daggjöld sem veita öldruðum hjúkrun eða aðra umönnun, hvort sem það er á hjúkrunarheimilum eða í dagvistun, en sú þjónusta er ýmist veitt af sveitarfélögum eða af einkaaðilum. Þessi mál þarf að skoða vel með það að markmiði að tryggja að öllum bjóðist viðeigandi þjónusta. Samtímis því að unnið er að stefnumótun í heilbrigðiskerfinu hefur fjölmargt verið gert til þess að bæta úr augljósum veikleikum í heilbrigðisþjónustunni. Greiðslukerfi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið breytt, geðheilbrigðisstefna hefur verið fullfjármögnuð, reglugerðarbreytingar hafa verið gerðar sem takmarka aðgengi að ávana- og fíknilyfjum og innflutning einstaklinga á þessum lyfjum og unnið er að aðgerðum sem auka fræðslu ungs fólks um þessi lyf og hvernig meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk í fíknivanda verði best fyrir komið. Stórsókn kynnt Stórsókn um uppbyggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt, skóflustunga að meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut verður tekin bráðlega og stjórn spítalans hefur í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið hafið undirbúning að því að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans, sem mun bæta aðgengi að þjónustu sérgreinalækna fyrir alla landsmenn. Síðast en ekki síst hefur greiðsluþátttaka sjúklinga verið endurskoðuð og kostnaður þeirra sem þurfa á mestri heilbrigðisþjónustu að halda hefur verið lækkaður verulega. Þolinmæði er ekki þjóðareinkenni Íslendinga en takist okkur að hrinda þeim verkefnum í framkvæmd sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru allar líkur á því að Íslendingar muni áfram búa við heilbrigðiskerfi í fremstu röð.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þörf fyrir dagdvalarrými hefur aukist á undanförnum árum en eftir efnahagshrunið hefur þeim því miður ekki fjölgað nægilega hratt. Ástandið er enn eitt dæmið um afleiðingar hrunsins á heilbrigðiskerfið, þar sem dregið var úr fjármagni sem rann til innviða og uppbygging í mörgum málaflokkum var stöðvuð. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað rísa réttmætar kröfur um endurbætur á nánast öllum sviðum samfélagsins, þar á meðal á þessu sviði. Því miður er ómögulegt að ætla sér að leysa öll vandamál í einu vetfangi en viðsnúningurinn er hafinn. Í heilbrigðisráðuneytinu er nú unnið að stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Í þeirri vinnu hefur ýmsum spurningum verið varpað fram; hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við veita, hvernig getum við tryggt að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og hvernig greiðum við fyrir hana, hvernig aukum við þátttöku sjúklinganna sjálfra í veitingu heilbrigðisþjónustu, hvaða gæðakröfur eru gerðar, hvernig stöndum við að menntun heilbrigðisstarfsfólks og hvernig tryggjum við nægilegan mannafla í heilbrigðiskerfinu, hvernig innleiðum við nýja tækni og ný lyf og hvernig stöndum við að vísindastarfi og nýsköpun? Öllum þessum spurningum og fleirum þarf að svara til þess að við getum forgangsraðað því fjármagni sem rennur til heilbrigðismála. Markmiðið er að gera tilraun til þess að svara þessum spurningum í haust, í samvinnu við heilbrigðisstofnanir og aðrar stofnanir heilbrigðisráðuneytisins, auk þess sem frekari umræða um þær mun fara fram á heilbrigðisþingi sem ég mun boða til í nóvember.Verkefni samfélagsins alls Umræðan undanfarið um skort á dagvistunarúrræðum fyrir heilabilaða endurspeglar hluta af aukinni þörf fyrir fjölbreytta þjónustu fyrir aldraða og ekki síst þá sem glíma við heilabilum. Þjónusta við þann hóp er verkefni samfélagsins alls og með framkvæmd þeirrar þjónustu fer heilbrigðiskerfið – þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu, félagsmálayfirvöld og sveitarfélögin þegar um er að ræða búsetu, t.a.m. sérstök búsetuúrræði og þegar um er að ræða dægradvöl og tómstundir. Stundum skarast þessi svið auk þess sem ólíkt kann að vera milli sveitarfélaga hvaða þjónusta er veitt og hvernig samstarfi við ríkið eða fyrirtæki í velferðarþjónustu er háttað í hverju tilviki. Nú er það svo að ríkið greiðir þeim daggjöld sem veita öldruðum hjúkrun eða aðra umönnun, hvort sem það er á hjúkrunarheimilum eða í dagvistun, en sú þjónusta er ýmist veitt af sveitarfélögum eða af einkaaðilum. Þessi mál þarf að skoða vel með það að markmiði að tryggja að öllum bjóðist viðeigandi þjónusta. Samtímis því að unnið er að stefnumótun í heilbrigðiskerfinu hefur fjölmargt verið gert til þess að bæta úr augljósum veikleikum í heilbrigðisþjónustunni. Greiðslukerfi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið breytt, geðheilbrigðisstefna hefur verið fullfjármögnuð, reglugerðarbreytingar hafa verið gerðar sem takmarka aðgengi að ávana- og fíknilyfjum og innflutning einstaklinga á þessum lyfjum og unnið er að aðgerðum sem auka fræðslu ungs fólks um þessi lyf og hvernig meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk í fíknivanda verði best fyrir komið. Stórsókn kynnt Stórsókn um uppbyggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt, skóflustunga að meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut verður tekin bráðlega og stjórn spítalans hefur í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið hafið undirbúning að því að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans, sem mun bæta aðgengi að þjónustu sérgreinalækna fyrir alla landsmenn. Síðast en ekki síst hefur greiðsluþátttaka sjúklinga verið endurskoðuð og kostnaður þeirra sem þurfa á mestri heilbrigðisþjónustu að halda hefur verið lækkaður verulega. Þolinmæði er ekki þjóðareinkenni Íslendinga en takist okkur að hrinda þeim verkefnum í framkvæmd sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru allar líkur á því að Íslendingar muni áfram búa við heilbrigðiskerfi í fremstu röð.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun