Sölumaður, námsmaður, futsal markvörður og internet stjarna í liði Dana í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 10:00 Byrjunarlið danska landsliðsins í gær. Vísir/EPA Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira
Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira