Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2018 06:06 Donald Trump í Hvíta húsinu í gær þar sem hann ræddi meðal annars greinina í New York Times. vísir/epa Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. Greinina skrifar nafnlaus, háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu en hann lýsir því hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Á Twitter í gær velti Trump því upp hvort að skrif embættismannsins væru landráð og krafðist þess að New York Times gæfi upp nafn mannsins. Spurði hann hvort að þessi embættismaður væri í raun eða hvort blaðið væri hreinlega að búa hann til. „Ef að þessi huglausa manneskja er til þá verður Times að gefa stjórnvöldum nafn hennar vegna öryggis ríkisins,“ skrifaði Trump á Twitter.TREASON? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Spáði því að New York Times og CNN myndu fara á hausinn Þá tjáði Trump sig um einnig um málið í Hvíta húsinu. Þar spáði hann því að þegar tímabili hans á forsetastóli lyki, sem væri vonandi eftir sex og hálft ár, væru bæði New York Times og CNN farin á hausinn vegna þess að þau myndu ekki lengur „hafa neitt til að skrifa um.“ „Þeim líkar ekki við Donald Trump og mér líkar ekki við þá því þeir eru óheiðarlegir,“ sagði forsetinn um fjölmiðlana tvo. Um leið og nafnlausa greinin birtist fóru af stað sögusagnir á samfélagsmiðlum, á meðal fjölmiðlamanna og innan Hvíta hússins um hver embættismaðurinn gæti verið og reyndu einhverjir að greina orðalagið til að finna einhverjar vísbendingar. New York Times hefur hins vegar ekkert gefið upp um hver embættismaðurinn er og hvort hann vinni í Hvíta húsinu og/eða hvort hann hafi beinan aðgang að Trump.The Failing New York Times! pic.twitter.com/SHsXvYKpBf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Hafði samband við blaðið í gegnum þriðja aðila Í frétt á vef Guardian er vísað í Brian Stelter, fréttamann á CNN, sem greindi frá því að höfundur hefði notað þriðja aðila fyrir nokkrum dögum til þess að hafa samband við Jim Dao, ritstjóra aðsendra greina hjá New York Times. Stelter sagði að Dao hefði sagt sér að einungis örfáir innan ritstjórnar vissu hver embættismaðurinn væri og að ýmsar varúðarráðstafanir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að nafn hans yrði opinberað. Grein embættismannsins er ansi sláandi en hann fullyrðir meðal annars að ríkisstjórn Trump hafi jafnvel íhugað að koma honum frá. Þá staðhæfir hann að Trump standi frammi fyrir ógn við forsetatíð hans sem enginn annar leiðtogi Bandaríkjanna hefur upplifað í seinni tíð. Rannsóknin á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússneska útsendara sé ekki aðeins ástæðan eða að flokkur hans gæti misst meirihluta sinn í neðri deild bandaríska þingsins.Does the so-called “Senior Administration Official” really exist, or is it just the Failing New York Times with another phony source? If the GUTLESS anonymous person does indeed exist, the Times must, for National Security purposes, turn him/her over to government at once! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump og félagar berjast gegn bók Woodward Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. 5. september 2018 15:41 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. Greinina skrifar nafnlaus, háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu en hann lýsir því hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Á Twitter í gær velti Trump því upp hvort að skrif embættismannsins væru landráð og krafðist þess að New York Times gæfi upp nafn mannsins. Spurði hann hvort að þessi embættismaður væri í raun eða hvort blaðið væri hreinlega að búa hann til. „Ef að þessi huglausa manneskja er til þá verður Times að gefa stjórnvöldum nafn hennar vegna öryggis ríkisins,“ skrifaði Trump á Twitter.TREASON? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Spáði því að New York Times og CNN myndu fara á hausinn Þá tjáði Trump sig um einnig um málið í Hvíta húsinu. Þar spáði hann því að þegar tímabili hans á forsetastóli lyki, sem væri vonandi eftir sex og hálft ár, væru bæði New York Times og CNN farin á hausinn vegna þess að þau myndu ekki lengur „hafa neitt til að skrifa um.“ „Þeim líkar ekki við Donald Trump og mér líkar ekki við þá því þeir eru óheiðarlegir,“ sagði forsetinn um fjölmiðlana tvo. Um leið og nafnlausa greinin birtist fóru af stað sögusagnir á samfélagsmiðlum, á meðal fjölmiðlamanna og innan Hvíta hússins um hver embættismaðurinn gæti verið og reyndu einhverjir að greina orðalagið til að finna einhverjar vísbendingar. New York Times hefur hins vegar ekkert gefið upp um hver embættismaðurinn er og hvort hann vinni í Hvíta húsinu og/eða hvort hann hafi beinan aðgang að Trump.The Failing New York Times! pic.twitter.com/SHsXvYKpBf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Hafði samband við blaðið í gegnum þriðja aðila Í frétt á vef Guardian er vísað í Brian Stelter, fréttamann á CNN, sem greindi frá því að höfundur hefði notað þriðja aðila fyrir nokkrum dögum til þess að hafa samband við Jim Dao, ritstjóra aðsendra greina hjá New York Times. Stelter sagði að Dao hefði sagt sér að einungis örfáir innan ritstjórnar vissu hver embættismaðurinn væri og að ýmsar varúðarráðstafanir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að nafn hans yrði opinberað. Grein embættismannsins er ansi sláandi en hann fullyrðir meðal annars að ríkisstjórn Trump hafi jafnvel íhugað að koma honum frá. Þá staðhæfir hann að Trump standi frammi fyrir ógn við forsetatíð hans sem enginn annar leiðtogi Bandaríkjanna hefur upplifað í seinni tíð. Rannsóknin á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússneska útsendara sé ekki aðeins ástæðan eða að flokkur hans gæti misst meirihluta sinn í neðri deild bandaríska þingsins.Does the so-called “Senior Administration Official” really exist, or is it just the Failing New York Times with another phony source? If the GUTLESS anonymous person does indeed exist, the Times must, for National Security purposes, turn him/her over to government at once! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og félagar berjast gegn bók Woodward Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. 5. september 2018 15:41 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Trump og félagar berjast gegn bók Woodward Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. 5. september 2018 15:41
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45
Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02