Trump og félagar berjast gegn bók Woodward Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2018 15:41 Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. Trump sjálfur segir bókina vera „leiðinlega“, „ósanna“ og „algjöran skáldskap“. Í bókinni kemur fram að nánustu samstarfsmenn Trump telja hann vera „vanstilltan“ og „vitleysing“ og að mikill glundroði ríki innan veggja Hvíta hússins. Woodward stendur við sannleiksgildi bókarinnar og segir hana byggja á fjölda samtala við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins.Sjá einnig: Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns„Er það ekki miður að einhver geti skrifað grein eða bók, algerlega búið til sögur og búið til mynd af manneskju sem bókstaflega þveröfug við raunveruleikann, og komist upp með það án afleiðinga eða kostnaðar. Ég veit ekki af hverju stjórnmálamenn í Washington breyta ekki lögum um meiðyrði,“ skrifaði Trump á Twitter í dag. Hann bætti svo við og sagði „nánast alla“ sammála um að ríkisstjórn hans hefði áorkað meira á tæpum tveimur árum en allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna. „Ég er andskoti harður við fólk og ef ég væri það ekki myndi ekkert gerast. Einnig, ég efast um alla og allt, sem er ástæðan fyrir því að ég var kosinn.“Isn’t it a shame that someone can write an article or book, totally make up stories and form a picture of a person that is literally the exact opposite of the fact, and get away with it without retribution or cost. Don’t know why Washington politicians don’t change libel laws? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Almost everyone agrees that my Administration has done more in less than two years than any other Administration in the history of our Country. I’m tough as hell on people & if I weren’t, nothing would get done. Also, I question everybody & everything-which is why I got elected! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Meðal þeirra sem segjast ekki hafa talað um forsetann eins og segir í bókinni eru James Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skilaboðin frá Hvíta húsinu voru á þá leið að sögurnar væru runnar undan rifjum fyrrverandi starfsmanna sem væru að reyna að hefna sín á Trump. Það tók Hvíta húsið þó um fjóra tíma að senda frá sér tilkynningu eftir að fregnir um bókin fóru að birtast. Síðan þá hefur Trump margsinnis tíst um bókina. Í einu tísti benti hann á að Mattis og Kelly hefðu sagt bókin ranga og þar væri einnig haldið fram að hann hefði kallað Jeff Sessions „þroskaheftan“ og „heimskan suðurríkjabúa“. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Hann hefði aldrei kallað nokkurn mann þroskaheftan og sagði Woodward halda þessu fram til að skapa deilur á milli hans og Sessions. Það er þó ljóst að Trump hefur minnst tvisvar sinnum kallað einhvern þroskaheftan í útvarpi. Þá segir blaðamaður Axios að hann hafi margsinnis rætt við fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins sem hafi sjálfir heyrt Trump kalla Sessions þroskaheftan.His denials of his Sessions comments aren’t remotely credible. Multiple former senior officials who’ve heard similar versions of them first hand have recounted them to me. https://t.co/8TfjCJ5AsG — Jonathan Swan (@jonathanvswan) September 5, 2018 Þar að auki liggur alveg fyrir að Trump þarf enga hjálp við að skapa deilur á milli hans og Jeff Sessions. Undanfarna mánuði hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions alvarlega og grafið undan honum í starfi dómsmálaráðherra. Trump hefur einnig gefið í skyn að hann muni reka Sessions eftir þingkosningarnar í nóvember. Að mestu má rekja gremju Trump gagnvart Sessions til þess að ráðherrann sagði sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að hann var gómaður við að segja þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Trump gagnrýndi Sessions síðast á mánudaginn þegar hann tísti um tvö dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins, sem voru einnig tveir fyrstu stuðningsmenn Trump á bandaríska þinginu. Annar er sakaður um innherjaviðskipti og hinn um að nota kosningasjóði sem eigin sparibauka.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaÍ umræddu tísti gagnrýndi Trump dómsmálaráðuneytið og Sessions fyrir að hafa ákært mennina svo skömmu fyrir kosningar og þannig dregið úr möguleikum Repúblikanaflokksins til að halda þingsætum þeirra.Two long running, Obama era, investigations of two very popular Republican Congressmen were brought to a well publicized charge, just ahead of the Mid-Terms, by the Jeff Sessions Justice Department. Two easy wins now in doubt because there is not enough time. Good job Jeff...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2018 Varnir Hvíta hússins vegna bókar Woodward hafa einnig vakið athygli vegna þess hve mikið þær líkjast gömlum yfirlýsingum. Yfirlýsing Kelly þykir sérstaklega líkjast yfirlýsingu hans frá því í vor þegar fregnir bárust af því að hann hefði kallað Trump „fávita“. Þá sagði hann samband hans og Trump vera sterkt og heiðarlegt og að fregnirnar væru „algjört kjaftæði“. Alveg eins og nú.Statement from White House Chief of Staff, General John Kelly: pic.twitter.com/LUN8cDr3N5 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2018 Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins virtist Trump ævareiður í gærkvöldi og krafðist hann þess að fá að vita hverjir hefðu talað við Woodward. Hvatti hann starfsmenn sýna til að segja að ekkert væri til í frásögnunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. Trump sjálfur segir bókina vera „leiðinlega“, „ósanna“ og „algjöran skáldskap“. Í bókinni kemur fram að nánustu samstarfsmenn Trump telja hann vera „vanstilltan“ og „vitleysing“ og að mikill glundroði ríki innan veggja Hvíta hússins. Woodward stendur við sannleiksgildi bókarinnar og segir hana byggja á fjölda samtala við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins.Sjá einnig: Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns„Er það ekki miður að einhver geti skrifað grein eða bók, algerlega búið til sögur og búið til mynd af manneskju sem bókstaflega þveröfug við raunveruleikann, og komist upp með það án afleiðinga eða kostnaðar. Ég veit ekki af hverju stjórnmálamenn í Washington breyta ekki lögum um meiðyrði,“ skrifaði Trump á Twitter í dag. Hann bætti svo við og sagði „nánast alla“ sammála um að ríkisstjórn hans hefði áorkað meira á tæpum tveimur árum en allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna. „Ég er andskoti harður við fólk og ef ég væri það ekki myndi ekkert gerast. Einnig, ég efast um alla og allt, sem er ástæðan fyrir því að ég var kosinn.“Isn’t it a shame that someone can write an article or book, totally make up stories and form a picture of a person that is literally the exact opposite of the fact, and get away with it without retribution or cost. Don’t know why Washington politicians don’t change libel laws? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Almost everyone agrees that my Administration has done more in less than two years than any other Administration in the history of our Country. I’m tough as hell on people & if I weren’t, nothing would get done. Also, I question everybody & everything-which is why I got elected! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Meðal þeirra sem segjast ekki hafa talað um forsetann eins og segir í bókinni eru James Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skilaboðin frá Hvíta húsinu voru á þá leið að sögurnar væru runnar undan rifjum fyrrverandi starfsmanna sem væru að reyna að hefna sín á Trump. Það tók Hvíta húsið þó um fjóra tíma að senda frá sér tilkynningu eftir að fregnir um bókin fóru að birtast. Síðan þá hefur Trump margsinnis tíst um bókina. Í einu tísti benti hann á að Mattis og Kelly hefðu sagt bókin ranga og þar væri einnig haldið fram að hann hefði kallað Jeff Sessions „þroskaheftan“ og „heimskan suðurríkjabúa“. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Hann hefði aldrei kallað nokkurn mann þroskaheftan og sagði Woodward halda þessu fram til að skapa deilur á milli hans og Sessions. Það er þó ljóst að Trump hefur minnst tvisvar sinnum kallað einhvern þroskaheftan í útvarpi. Þá segir blaðamaður Axios að hann hafi margsinnis rætt við fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins sem hafi sjálfir heyrt Trump kalla Sessions þroskaheftan.His denials of his Sessions comments aren’t remotely credible. Multiple former senior officials who’ve heard similar versions of them first hand have recounted them to me. https://t.co/8TfjCJ5AsG — Jonathan Swan (@jonathanvswan) September 5, 2018 Þar að auki liggur alveg fyrir að Trump þarf enga hjálp við að skapa deilur á milli hans og Jeff Sessions. Undanfarna mánuði hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions alvarlega og grafið undan honum í starfi dómsmálaráðherra. Trump hefur einnig gefið í skyn að hann muni reka Sessions eftir þingkosningarnar í nóvember. Að mestu má rekja gremju Trump gagnvart Sessions til þess að ráðherrann sagði sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að hann var gómaður við að segja þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Trump gagnrýndi Sessions síðast á mánudaginn þegar hann tísti um tvö dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins, sem voru einnig tveir fyrstu stuðningsmenn Trump á bandaríska þinginu. Annar er sakaður um innherjaviðskipti og hinn um að nota kosningasjóði sem eigin sparibauka.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaÍ umræddu tísti gagnrýndi Trump dómsmálaráðuneytið og Sessions fyrir að hafa ákært mennina svo skömmu fyrir kosningar og þannig dregið úr möguleikum Repúblikanaflokksins til að halda þingsætum þeirra.Two long running, Obama era, investigations of two very popular Republican Congressmen were brought to a well publicized charge, just ahead of the Mid-Terms, by the Jeff Sessions Justice Department. Two easy wins now in doubt because there is not enough time. Good job Jeff...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2018 Varnir Hvíta hússins vegna bókar Woodward hafa einnig vakið athygli vegna þess hve mikið þær líkjast gömlum yfirlýsingum. Yfirlýsing Kelly þykir sérstaklega líkjast yfirlýsingu hans frá því í vor þegar fregnir bárust af því að hann hefði kallað Trump „fávita“. Þá sagði hann samband hans og Trump vera sterkt og heiðarlegt og að fregnirnar væru „algjört kjaftæði“. Alveg eins og nú.Statement from White House Chief of Staff, General John Kelly: pic.twitter.com/LUN8cDr3N5 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2018 Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins virtist Trump ævareiður í gærkvöldi og krafðist hann þess að fá að vita hverjir hefðu talað við Woodward. Hvatti hann starfsmenn sýna til að segja að ekkert væri til í frásögnunum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira