„Verðum að mæta hörkunni og vera hugrakkar með boltann“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. september 2018 11:30 Elín Metta Jensen á ferðinni á móti Slóveníu. Fréttablaðið/Anton Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira