Hvetur þýsku þjóðina til að mótmæla áróðri öfgahægrimanna og rasista Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. september 2018 07:00 Innflytjendastefnu þýskra yfirvalda var mótmælt í Chemnitz. Nasistakveðjur hafa sést í mótmælunum. Vísir/epa Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52
Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00