Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 19. september 2018 22:44 Starfandi forstjóri Icelandair Group segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. VÍSIR/VILHELM Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf