Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:16 Hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar við Lækjargötu. Vísir/Pjetur Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19