Guðmundur Kristinn Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka. Svo segir í tilkynningu frá bankanum.
Guðmundur hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2011 og hefur víðtæka reynslu af fjármálamörkuðum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður útlána á Einstaklingssviði og forstöðumaður áhættueftirlits Íslandsbanka.
Guðmundur er með doktorspróf í stærðfræðimenntun frá Indiana University en lauk B.A. prófi í heimspeki og raunvísindum frá Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt lokið diplóma námi í kennslufræði til kennsluréttinda. Guðmundur tekur við starfinu 1. október
