Nýjum Apple-vörum almennt vel tekið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 07:00 Phil Schiller, varaforseti Apple, kynnir nýja iPhone-síma, þar á meðal hinn tröllvaxna iPhone XS Max. Vísir/AP Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti á miðvikudag nýjar vörur, líkt og fyrirtækið gerir venju samkvæmt í september. Helstu nýjungarnar eru þrjár nýjar útgáfur hins geysivinsæla iPhone-snjallsíma og ný útgáfa snjallúrsins Apple Watch. Eins og alltaf þegar Apple heldur kynningarfundi fóru bandarískir tæknimiðlar á yfirsnúning. Í gær og á miðvikudag birtist því urmull umfjallana um það nýjasta í Apple-heiminum. Leiðarstefið virðist vera það að hinar nýju vörur séu góðar uppfærslur á eldri útgáfum þótt hönnunin haldist sú sama. Lítil breyting á hönnun þarf þó ekki að koma á óvart. Undanfarin ár hefur Apple haft þann sið að kynna S-útgáfur iPhone-símanna á árum sem enda á sléttri tölu. Þá er venjulega um að ræða uppfærslu á innvolsi símanna, ekki hönnun þeirra. Fyrstan skal nefna iPhone XS. Síminn er keimlíkur iPhone X sem kom á markað í fyrra en er, líkt og hinir tveir nýju símarnir, útbúinn nýjum A12 örgjörva og á því að vera hraðvirkari. TechCrunch komst svo að orði að Apple væri ekkert að finna upp hjólið. Blaðamaður Ars Technica sagði að ef ekki væri fyrir nýja gyllta litinn hefði hann varla vitað að síminn væri nýr. Hann hafi hins vegar, við nánari athugun, tekið eftir hraðaaukningu. Þá sagði hann skjá símans þann besta sem hann hefði nokkurn tímann séð á snjallsíma. Bróðir XS er iPhone XS Max. Tröllvaxinn sími með 6,5 tommu OLED-skjá sem teygir sig yfir nærri alla framhlið símans. Síminn er útbúinn stærri skjá og rafhlöðu XS en er að öðru leyti eins. Með öflugan örgjörva og stóran skjá í huga má vel sjá fyrir sér að síminn sé ágætis leikjavél. Mestu breytinguna frá iPhone X má hins vegar sjá á hinum nýja XR. Í staðinn fyrir ryðfrítt stál er komið ál og í stað OLED-skjás er kominn síðri LCD-skjár. Þá er síminn einungis útbúinn einni myndavél á afturhliðinni í stað tveggja en Apple heldur því fram að með hugbúnaði sé hægt að ná næstum sömu niðurstöðu þegar portrettmyndir eru teknar. Þessi niðurfærsla á eiginleikum XR, sem tækniblaðamenn segja þó ekki mikla, skilar sér í mun lægra verði. Í Bandaríkjunum mun ódýrasta útgáfa XR kosta 749 bandaríkjadali. Ódýrasti XS-síminn mun kosta 1.000 dali og XS Max 1.100 dali. Dýrasta útgáfa XS Max mun hins vegar kosta heila 1.500 dali. Verð eldri síma, iPhone 7 og 8, hefur verið lækkað á meðan framleiðslu enn eldri síma verður hætt. Útgáfudagur XS og XS Max verður 21. september en hægt verður að forpanta þá viku fyrr. XR fer í forpöntun 19. október og verður sendur kaupendum viku síðar. Tuong Nguyen, greinandi hjá fyrirtækinu Gartner, sagði í samtali við CNET að Apple væri greinilega að stuðla að verðhækkun á snjallsímamarkaði. Þá er vert að taka fram að tollastríð Bandaríkjanna við Kína gæti orðið til frekari verðhækkunar hjá Apple, eins og fyrirtækið varaði sjálft við á dögunum. Með verðhækkunina í huga virtist það fara í taugarnar á blaðamanni The Verge að Apple sé nú hætt að láta millistykki fyrir venjuleg heyrnartólatengi fylgja með símum sínum. Apple hætti að hafa slík tengi á símunum sjálfum með útgáfu iPhone 7 og hafa margir keppinautar fylgt í kjölfarið, þó ekki allir. „Það eitt að þurfa millistykki er pirrandi. En að þurfa líka að borga fyrir það er hreinlega móðgun,“ sagði í umfjöllun The Verge. Sagði þar enn fremur að jafnvel þótt það væri rétt að fæstir notuðu millistykkin, og Apple hefði hætt að láta millistykki fylgja með í umhverfisverndarskyni, myndi sá rökstuðningur ekki halda vatni þar sem hægt væri að setja gjafabréf fyrir millistykki í kassann. Einnig hefur verið gagnrýnt að enn á ný fylgi ekki hraðhleðslutæki með símunum. Útgáfudagur iOS 12, nýjustu uppfærslu stýrikerfis snjalltækja Apple, var einnig kynntur á fundinum og kemur stýrikerfið út 17. september. Með í för eru Memoji, eins konar sjálftjámyndir, hóptilkynningar og á stýrikerfið einnig að bæta frammistöðu eldri síma. Hins vegar hefur útgáfu hópspjalls í gegnum FaceTime verið frestað, trúlega fram í október að því er Techradar greindi frá.Hjartarafrit og stærri skjár Apple kynnti sömuleiðis Apple Watch Series 4, nýjustu útgáfu sjallúrs síns. Úrið er útbúið stærri skjá, hraðari örgjörva og nýjum heilsueiginleikum. Eftirtektarverðustu eiginleikarnir eru einmitt þeir sem eru á heilsusviðinu. Til að mynda nýta nýju úrin, sem fást í tveimur skjástærðum, hreyfiskynjara til þess að skynja þegar notandi dettur. Hægt er að virkja stillingu sem býður notanda upp á að hringja neyðarsímtal með einum smelli eftir slæma byltu. Þá mun úrið einnig vara notanda við þegar hjartsláttur er óreglulegur, of hægur eða of hraður. Sömuleiðis verður í fyrsta skipti hægt að taka hjartarafrit. Sá eiginleiki býðst þó eingöngu í Bandaríkjunum, að minnsta kosti í bili. Helst er fundið að hinu nýja snjallúri að rafhlöðuendingin er sú sama og áður. „Óbreytt rafhlöðuending velur mestum vonbrigðum. Ég vonaðist eftir framför á því sviði,“ sagði blaðamaður Ars Technica. Apple Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti á miðvikudag nýjar vörur, líkt og fyrirtækið gerir venju samkvæmt í september. Helstu nýjungarnar eru þrjár nýjar útgáfur hins geysivinsæla iPhone-snjallsíma og ný útgáfa snjallúrsins Apple Watch. Eins og alltaf þegar Apple heldur kynningarfundi fóru bandarískir tæknimiðlar á yfirsnúning. Í gær og á miðvikudag birtist því urmull umfjallana um það nýjasta í Apple-heiminum. Leiðarstefið virðist vera það að hinar nýju vörur séu góðar uppfærslur á eldri útgáfum þótt hönnunin haldist sú sama. Lítil breyting á hönnun þarf þó ekki að koma á óvart. Undanfarin ár hefur Apple haft þann sið að kynna S-útgáfur iPhone-símanna á árum sem enda á sléttri tölu. Þá er venjulega um að ræða uppfærslu á innvolsi símanna, ekki hönnun þeirra. Fyrstan skal nefna iPhone XS. Síminn er keimlíkur iPhone X sem kom á markað í fyrra en er, líkt og hinir tveir nýju símarnir, útbúinn nýjum A12 örgjörva og á því að vera hraðvirkari. TechCrunch komst svo að orði að Apple væri ekkert að finna upp hjólið. Blaðamaður Ars Technica sagði að ef ekki væri fyrir nýja gyllta litinn hefði hann varla vitað að síminn væri nýr. Hann hafi hins vegar, við nánari athugun, tekið eftir hraðaaukningu. Þá sagði hann skjá símans þann besta sem hann hefði nokkurn tímann séð á snjallsíma. Bróðir XS er iPhone XS Max. Tröllvaxinn sími með 6,5 tommu OLED-skjá sem teygir sig yfir nærri alla framhlið símans. Síminn er útbúinn stærri skjá og rafhlöðu XS en er að öðru leyti eins. Með öflugan örgjörva og stóran skjá í huga má vel sjá fyrir sér að síminn sé ágætis leikjavél. Mestu breytinguna frá iPhone X má hins vegar sjá á hinum nýja XR. Í staðinn fyrir ryðfrítt stál er komið ál og í stað OLED-skjás er kominn síðri LCD-skjár. Þá er síminn einungis útbúinn einni myndavél á afturhliðinni í stað tveggja en Apple heldur því fram að með hugbúnaði sé hægt að ná næstum sömu niðurstöðu þegar portrettmyndir eru teknar. Þessi niðurfærsla á eiginleikum XR, sem tækniblaðamenn segja þó ekki mikla, skilar sér í mun lægra verði. Í Bandaríkjunum mun ódýrasta útgáfa XR kosta 749 bandaríkjadali. Ódýrasti XS-síminn mun kosta 1.000 dali og XS Max 1.100 dali. Dýrasta útgáfa XS Max mun hins vegar kosta heila 1.500 dali. Verð eldri síma, iPhone 7 og 8, hefur verið lækkað á meðan framleiðslu enn eldri síma verður hætt. Útgáfudagur XS og XS Max verður 21. september en hægt verður að forpanta þá viku fyrr. XR fer í forpöntun 19. október og verður sendur kaupendum viku síðar. Tuong Nguyen, greinandi hjá fyrirtækinu Gartner, sagði í samtali við CNET að Apple væri greinilega að stuðla að verðhækkun á snjallsímamarkaði. Þá er vert að taka fram að tollastríð Bandaríkjanna við Kína gæti orðið til frekari verðhækkunar hjá Apple, eins og fyrirtækið varaði sjálft við á dögunum. Með verðhækkunina í huga virtist það fara í taugarnar á blaðamanni The Verge að Apple sé nú hætt að láta millistykki fyrir venjuleg heyrnartólatengi fylgja með símum sínum. Apple hætti að hafa slík tengi á símunum sjálfum með útgáfu iPhone 7 og hafa margir keppinautar fylgt í kjölfarið, þó ekki allir. „Það eitt að þurfa millistykki er pirrandi. En að þurfa líka að borga fyrir það er hreinlega móðgun,“ sagði í umfjöllun The Verge. Sagði þar enn fremur að jafnvel þótt það væri rétt að fæstir notuðu millistykkin, og Apple hefði hætt að láta millistykki fylgja með í umhverfisverndarskyni, myndi sá rökstuðningur ekki halda vatni þar sem hægt væri að setja gjafabréf fyrir millistykki í kassann. Einnig hefur verið gagnrýnt að enn á ný fylgi ekki hraðhleðslutæki með símunum. Útgáfudagur iOS 12, nýjustu uppfærslu stýrikerfis snjalltækja Apple, var einnig kynntur á fundinum og kemur stýrikerfið út 17. september. Með í för eru Memoji, eins konar sjálftjámyndir, hóptilkynningar og á stýrikerfið einnig að bæta frammistöðu eldri síma. Hins vegar hefur útgáfu hópspjalls í gegnum FaceTime verið frestað, trúlega fram í október að því er Techradar greindi frá.Hjartarafrit og stærri skjár Apple kynnti sömuleiðis Apple Watch Series 4, nýjustu útgáfu sjallúrs síns. Úrið er útbúið stærri skjá, hraðari örgjörva og nýjum heilsueiginleikum. Eftirtektarverðustu eiginleikarnir eru einmitt þeir sem eru á heilsusviðinu. Til að mynda nýta nýju úrin, sem fást í tveimur skjástærðum, hreyfiskynjara til þess að skynja þegar notandi dettur. Hægt er að virkja stillingu sem býður notanda upp á að hringja neyðarsímtal með einum smelli eftir slæma byltu. Þá mun úrið einnig vara notanda við þegar hjartsláttur er óreglulegur, of hægur eða of hraður. Sömuleiðis verður í fyrsta skipti hægt að taka hjartarafrit. Sá eiginleiki býðst þó eingöngu í Bandaríkjunum, að minnsta kosti í bili. Helst er fundið að hinu nýja snjallúri að rafhlöðuendingin er sú sama og áður. „Óbreytt rafhlöðuending velur mestum vonbrigðum. Ég vonaðist eftir framför á því sviði,“ sagði blaðamaður Ars Technica.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira