Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2018 15:04 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018 Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018
Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18