Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:15 Flórens, séð úr geimnum. Mynd/ESA Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn. Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn.
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43