Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Benedikt Bóas skrifar 13. september 2018 06:30 Bak við tjöldin. Rúrik í förðunarstólnum með Álfrúnu sér við hlið. Mynd/Baldur Kristjánsson Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira