Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 07:00 Samkvæmt spá orkustofnunar mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050 Vísir/Anton Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira