Þolinmæðin þrautir vinnur allar Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. september 2018 08:38 Ed Sheeran á tónleikum. Fréttablaðið/Jon Furniss Miðasala á eina stærstu tónleika Íslandssögunnar dettur í gang nú í dag. Miðar á Ed Sheeran fara í sölu klukkan 9 en hægt verður að koma sér fyrir í stafrænu röðinni klukkan 8. Sena Live og Tix eru með allt klárt og nóg af fólki í startholunum. „Við erum með nóg af fólki í að svara öllum skilaboðum, sama hvaðan þau koma. Það er extra vakt að svara símanum sem og á samfélagsmiðlum – það verða allir komnir upp á dekk. Tix eru með alla sína sérfræðinga á vaktinni, bæði innan lands og utan og allir uppi á dekki þar líka. Þeir fylgjast með hvernig gengur. Tix er með þetta sniðuga biðraðakerfi – það heldur álaginu frá kerfinu sjálfu og hefur svo fullkomna stjórn á því á hvaða hraða fólki er hleypt inn í söluferlið sjálft. Það verður til eins konar biðstofa þar sem fólkið er geymt áður en það kemst inn í sjálft kaupferlið þannig að netþjónarnir eru ekkert að fara að hrynja. Auk þess eru þeir með öflugt, skalan- og sveigjanlegt kerfi enda miklir sérfræðingar – Sindri Már sem bjó þetta kerfi til er búinn að vera í þessu í einhver 20 ár og algjör sérfræðingur,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live aðspurður hvernig þau séu að undirbúa sig undir það sem verður mögulega stærsta miðasala Íslandssögunnar, nefnilega sala á miðum á tónleika söngvarans rauðhærða Eds Sheeran.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.Fréttablaðið/EyþórÍ boði eru tæplega 30 þúsund miðar – um 10 þúsund í sæti og 20 í stæði. Er eitthvert stress hjá ykkur? „Nei, nei, það er ekkert stress hjá okkur. Maður finnur það samt að þjóðin er öll að stressast upp – ég finn það með hverri klukkustund sem líður að fólk verður stressaðra og stressaðra. Fólk er hrætt um að það fái ekki miða. Svo er þetta líka viðkvæmt mál – það er auðvitað engin forsala og Sheeran vill fá þetta allt í sölu á sama tíma. Við erum að fá hringingar frá fólki sem segir að hinir og þessir séu að skella myndum af sér á netið með miða á tónleika – fólk hefur gaman af því að henda inn svona bulli til að æsa aðra upp. Auðvitað er enginn kominn með miða.“ Ísleifur segir að það þýði ekkert fyrir fólk að vera með einhver læti – hamast á tölvunni, „refresha“ eða reyna einhver bellibrögð. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. „Röðin verður opnuð klukkan átta en það verður ekki raðað í hana fyrr en klukkan níu þegar salan hefst. Þegar röðin fer í gang klukkan níu þá fá allir handahófskennt númer: það er alveg „random“ hvar þú lendir. En þeir sem koma eftir klukkan níu fara aftast – það er ekkert sem er hægt að gera til að komast framar: ekki að vera með nokkrar tölvur opnar eða eitthvað slíkt, þannig hamagangur virkar ekki. Þetta tekur bara eins langan tíma og það þarf að taka.“Hver er þessi Ed Sheeran? ● Edward Christopher Sheeran. ● Fæddur 17. febrúar 1991. ● Fæddur í Halifax en ólst upp í Framlingham í Suffolk. Hann á hús þar núna. ● Mamma hans er skartgripahönnuður. ● Eldri bróðir hans, Matthew, er tónskáld í klassískri tónlist. ● Gítararnir hans heita Lloyd, Felix, Cyril og Nigel. ● Hann samdi lagið Moments fyrir strákabandið One Direction. ● Er vel flúraður. Meðal annars skreyttur tebolla og tómatsósuflösku. ● Hann er með svarta kortið frá Nando’s. Þá borðar hann frítt þar til æviloka og má bjóða fimm vinum sínum með sér. ● Lagið hans Don’t fjallar um framhjáhald Ellie Goulding með Niall Horan úr One Direction. ● Hann brenndist á fæti síðast þegar hann var hér á landi. ● Hann notast ekki við snjallsíma. ● Hann hefur komið 41 Maltesers upp í sig í einu.Sheeran í tölum 2004: Árið sem Ed Sheeran tók upp fyrstu tónlistina. 1: Platan x var númer 1 á lista yfir bestu plötur ársins. 6: Fyrsta platan + seldist í sexfaldri platínusölu. 13. desember 2016 sneri Sheeran aftur úr pásu og gaf í skyn að ný plata væri á leiðinni. 58.000 eintök seldi Sheeran á einni viku af fyrstu smáskífunni sinni, The A Team. 120 lög samdi Ed Sheeran fyrir plötuna x, en aðeins 12 komust á hana. Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Miðasala á eina stærstu tónleika Íslandssögunnar dettur í gang nú í dag. Miðar á Ed Sheeran fara í sölu klukkan 9 en hægt verður að koma sér fyrir í stafrænu röðinni klukkan 8. Sena Live og Tix eru með allt klárt og nóg af fólki í startholunum. „Við erum með nóg af fólki í að svara öllum skilaboðum, sama hvaðan þau koma. Það er extra vakt að svara símanum sem og á samfélagsmiðlum – það verða allir komnir upp á dekk. Tix eru með alla sína sérfræðinga á vaktinni, bæði innan lands og utan og allir uppi á dekki þar líka. Þeir fylgjast með hvernig gengur. Tix er með þetta sniðuga biðraðakerfi – það heldur álaginu frá kerfinu sjálfu og hefur svo fullkomna stjórn á því á hvaða hraða fólki er hleypt inn í söluferlið sjálft. Það verður til eins konar biðstofa þar sem fólkið er geymt áður en það kemst inn í sjálft kaupferlið þannig að netþjónarnir eru ekkert að fara að hrynja. Auk þess eru þeir með öflugt, skalan- og sveigjanlegt kerfi enda miklir sérfræðingar – Sindri Már sem bjó þetta kerfi til er búinn að vera í þessu í einhver 20 ár og algjör sérfræðingur,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live aðspurður hvernig þau séu að undirbúa sig undir það sem verður mögulega stærsta miðasala Íslandssögunnar, nefnilega sala á miðum á tónleika söngvarans rauðhærða Eds Sheeran.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.Fréttablaðið/EyþórÍ boði eru tæplega 30 þúsund miðar – um 10 þúsund í sæti og 20 í stæði. Er eitthvert stress hjá ykkur? „Nei, nei, það er ekkert stress hjá okkur. Maður finnur það samt að þjóðin er öll að stressast upp – ég finn það með hverri klukkustund sem líður að fólk verður stressaðra og stressaðra. Fólk er hrætt um að það fái ekki miða. Svo er þetta líka viðkvæmt mál – það er auðvitað engin forsala og Sheeran vill fá þetta allt í sölu á sama tíma. Við erum að fá hringingar frá fólki sem segir að hinir og þessir séu að skella myndum af sér á netið með miða á tónleika – fólk hefur gaman af því að henda inn svona bulli til að æsa aðra upp. Auðvitað er enginn kominn með miða.“ Ísleifur segir að það þýði ekkert fyrir fólk að vera með einhver læti – hamast á tölvunni, „refresha“ eða reyna einhver bellibrögð. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. „Röðin verður opnuð klukkan átta en það verður ekki raðað í hana fyrr en klukkan níu þegar salan hefst. Þegar röðin fer í gang klukkan níu þá fá allir handahófskennt númer: það er alveg „random“ hvar þú lendir. En þeir sem koma eftir klukkan níu fara aftast – það er ekkert sem er hægt að gera til að komast framar: ekki að vera með nokkrar tölvur opnar eða eitthvað slíkt, þannig hamagangur virkar ekki. Þetta tekur bara eins langan tíma og það þarf að taka.“Hver er þessi Ed Sheeran? ● Edward Christopher Sheeran. ● Fæddur 17. febrúar 1991. ● Fæddur í Halifax en ólst upp í Framlingham í Suffolk. Hann á hús þar núna. ● Mamma hans er skartgripahönnuður. ● Eldri bróðir hans, Matthew, er tónskáld í klassískri tónlist. ● Gítararnir hans heita Lloyd, Felix, Cyril og Nigel. ● Hann samdi lagið Moments fyrir strákabandið One Direction. ● Er vel flúraður. Meðal annars skreyttur tebolla og tómatsósuflösku. ● Hann er með svarta kortið frá Nando’s. Þá borðar hann frítt þar til æviloka og má bjóða fimm vinum sínum með sér. ● Lagið hans Don’t fjallar um framhjáhald Ellie Goulding með Niall Horan úr One Direction. ● Hann brenndist á fæti síðast þegar hann var hér á landi. ● Hann notast ekki við snjallsíma. ● Hann hefur komið 41 Maltesers upp í sig í einu.Sheeran í tölum 2004: Árið sem Ed Sheeran tók upp fyrstu tónlistina. 1: Platan x var númer 1 á lista yfir bestu plötur ársins. 6: Fyrsta platan + seldist í sexfaldri platínusölu. 13. desember 2016 sneri Sheeran aftur úr pásu og gaf í skyn að ný plata væri á leiðinni. 58.000 eintök seldi Sheeran á einni viku af fyrstu smáskífunni sinni, The A Team. 120 lög samdi Ed Sheeran fyrir plötuna x, en aðeins 12 komust á hana.
Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira