Segir Kínverja skipta sér af komandi kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 18:59 Donald Trump á fundi öyrggisráðsins í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði í dag yfirvöld Kína um að hafa afskipti af þingkosningum Bandaríkjanna í nóvember. Hann segir markmið þeirra vera að grafa undan sér vegna þess hve erfiður hann hefði reynst Kína í viðskiptadeilu ríkjanna. Þetta sagði forsetinn fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hann stýrði, í dag. „Því miður höfum við komist að því að Kínverjar eru að reyna að hafa afskipti af komandi þingkosningum. Þeir vilja ekki að ég eða við vinnum því ég er fyrsti forsetinn til að standa í hárinu á þeim varðandi viðskipti,“ sagði Trump. Þegar Trump var seinna spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir ásökunum sínum svaraði hann: „Fullt af sönnunum,“ en fór ekkert nánar út í það. Kínverjar segja þetta rangt. „Við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra ríkja og munum ekki gera það,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Við ætlum ekki að sætta okkur við slíkar ásakanir gegn Kína og köllum á önnur ríki til að fylgja einnig stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.“ AP fréttaveitan segir umfangsmiklar vísbendingar bendla yfirvöld Rússlands við að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi bandarískir embættismenn aldrei nefnt Kína í því samhengi.Þó segja embættismenn að Kínverjar geru tíðar tölvuárásir á Bandaríkin og þær beinist sérstaklega gegn varnarmálum Bandaríkjanna og viðskiptaháttum. Þá segir AP að ásökun Trump hafi komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði í dag yfirvöld Kína um að hafa afskipti af þingkosningum Bandaríkjanna í nóvember. Hann segir markmið þeirra vera að grafa undan sér vegna þess hve erfiður hann hefði reynst Kína í viðskiptadeilu ríkjanna. Þetta sagði forsetinn fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hann stýrði, í dag. „Því miður höfum við komist að því að Kínverjar eru að reyna að hafa afskipti af komandi þingkosningum. Þeir vilja ekki að ég eða við vinnum því ég er fyrsti forsetinn til að standa í hárinu á þeim varðandi viðskipti,“ sagði Trump. Þegar Trump var seinna spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir ásökunum sínum svaraði hann: „Fullt af sönnunum,“ en fór ekkert nánar út í það. Kínverjar segja þetta rangt. „Við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra ríkja og munum ekki gera það,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Við ætlum ekki að sætta okkur við slíkar ásakanir gegn Kína og köllum á önnur ríki til að fylgja einnig stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.“ AP fréttaveitan segir umfangsmiklar vísbendingar bendla yfirvöld Rússlands við að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi bandarískir embættismenn aldrei nefnt Kína í því samhengi.Þó segja embættismenn að Kínverjar geru tíðar tölvuárásir á Bandaríkin og þær beinist sérstaklega gegn varnarmálum Bandaríkjanna og viðskiptaháttum. Þá segir AP að ásökun Trump hafi komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira