Las yfir þingheimi í jómfrúarræðu sinni Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2018 15:57 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“ Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira