Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2018 21:00 Ingvar Þór Pétursson útgerðarmaður við löndun á bryggjunni á Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40
Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30