Aftur í óvissuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 06:30 Didar Farid Kareem, Mardin Azeez Mohammed og hinn þriggja ára gamli Darin Mardin Azeez. Fjölskyldan kann vel við sig á Akureyri. Mardin og Didar vona að þau fái að starfa þar sem dýralæknar. Fréttablaðið/Ernir Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira
Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira