Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. október 2018 11:15 Bandaríska þinghúsið í Washington D.C. Vísir/Getty Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. Eins og stendur hafa Repúblikanar 235 sæti, Demókratar hafa 193 og og sjö eru auð. 218 sæti duga til að mynda einfaldan meirihluta. Það væru engin óvænt tíðindi að Demókratar bættu við sig sætum í kosningunum, sem fara fram eftir sléttan mánuð. Það er nærri algild regla að flokkur forsetans tapi í kosningum á miðju kjörtímabili hans. Ekki bætir úr skák að Donald Trump mælist óvinsælli en Barack Obama gerði árið 2010. Þá sögðust 45,5 prósent styðja forsetann, nú 42,2 prósent.Donald Trump og aðrir Repúblikanar hafa því hvatt íhaldssama kjósendur eindregið til þess að skila sér á kjörstað. „Eina ástæðan fyrir því að kjósa Demókrata er sú að þú sért orðinn þreyttur á því að sigra,“ tísti Trump forseti til að mynda í vikunni. Ítarlegasta útgáfa spálíkans tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight tekur tillit til skoðanakannana, fjáröflunar flokkanna, sögunnar og fleiri þátta. Samkvæmt því eru 28,8 prósenta líkur á því að Repúblikanar haldi meirihluta sínum. Líkurnar á því að Demókratar nái meirihluta eru þá 71,2 prósent. Almennt eru bandarískir kjósendur ósáttir við störf fulltrúadeildarinnar en sáttir við sinn fulltrúa. Er það því venjulega töluvert auðveldara að verja sæti sitt en að hirða sæti af sitjandi þingmanni. Það bætir því ekki úr skák fyrir Repúblikana að mun fleiri þingmanna flokksins eru að hætta á þingi en er raunin hjá Demókrötum. Alls eru 39 Repúblikanar að segja það gott og er það mun hærri tala en í undanförnum kosningum.Repúblikanar með forskot í öldungadeildinni Mjótt er á munum í öldungadeildinni eins og staðan er nú, fyrir kosningar. Repúblikanar hafa 51 sæti og Demókratar 47. Tveir eru óháðir en þeir greiða alla jafna atkvæði með Demókrötum og má því segja að staðan í öldungadeildinni sé í raun 51-49. Í ljósi þess að varaforsetinn Mike Pence hefur oddaatkvæði mega Repúblikanar við því að tapa einu sæti án þess að tapa völdum.Eins og venjulega er einungis kosið um þriðjung öldungadeildarþingsæta. Þau eru reyndar 35 talsins í ár. Ætti því að vera mögulegt fyrir Demókrata að ná meirihluta í ljósi óvinsælda ríkisstjórnar Trumps. En málið er flóknara en svo. Af þeim 35 sætum sem kosið er um þurfa Demókratar og hinir tveir óháðu að verja 26 sæti. Þar af tíu í ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum 2016. Þeir þurfa því að treysta á að vinna tveimur fleiri sæti en þeir tapa. Samkvæmt spálíkani FiveThirtyEight eru 78,7 prósenta líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta en einungis 21,3 prósenta líkur á að Demókrötum takist ætlunarverk sitt. Forskot Repúblikana í könnunum hefur aukist undanfarnar vikur á meðan mál Bretts Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt til hæstaréttar, hefur verið í hámæli. Þau sæti sem Repúblikanar halda nú og jöfnust barátta er um eru í Tennessee, þar sem Repúblikani leiðir með hálfu prósenti samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClearPolitics tekur saman, í Nevada leiðir Demókrati með 2,3 prósentum, í Arizona leiðir Demókrati með 3,5 prósentum og í Texas leiðir Repúblikani með 4,6 prósentum. Fimm sæti Demókrata þykja hins vegar afar viðkvæm. Útlit er fyrir að Demókratar tapi sæti sínu í Norður-Dakóta, en þar leiðir Repúblikani nú með 8,7 prósentum. Meiri spenna er í Flórída þar sem Demókrati leiðir með 2,4 prósentum, Indiana þar sem Demókrati leiðir með 2,5 prósentum, Missouri þar sem Repúblikani leiðir með 0,4 prósentum og Montana þar sem Demókrati leiðir með þremur prósentum. Gangi þessar skoðanakannanir eftir myndu Demókratar tapa tveimur af sætum sínum. Þeir myndu þó vinna tvö sæti af Repúblikönum. Staðan yrði sem sagt óbreytt í öldungadeildinni.Ríkisstjórastólar gætu skipst jafnt Kosið er um ríkisstjórastólinn í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Eins og stendur halda Repúblikanar 33 ríkisstjórasetrum, Demókratar sextán og einn er óháður. Samkvæmt spá RealClearPolitics er útlit fyrir að Repúblikanar haldi að minnsta kosti 23 sætum og Demókratar 19 en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Einna mest spennandi er baráttan í Flórída. Þar mætast algjörlega andstæðir pólar bandarískra stjórnmála. Demókratinn Andrew Gillum er á meðal þeirra frjálslyndustu í flokki sínum en Repúblikaninn Ron DeSantis er harður íhaldsmaður. Í síðustu tveimur könnunum sem birst hafa mælist Gillum með eins prósentustigs forskot. Forskot hans hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en stóð til að mynda í fimm prósentustigum um miðjan september.Demókratar mælast sigurstranglegri í flestum öðrum ríkjum þar sem mjótt er á munum. Það er að segja í Wisconsin, Oregon, Ohio, Nevada og Iowa. Einnig er spenna í Georgíu þar sem Repúblikani mælist með 0,5 prósenta forskot og í Kansas þar sem Repúblikani mælist með eins prósents forskot. Demókratar virðast svo líklegir til þess að hirða fjóra stóla sem Repúblikanar halda og Repúblikanar eru líklegir til að taka stól hins óháða. Verði þetta raunin myndu Repúblikanar samtals halda 25 ríkisstjórastólum og Demókratar 25.Hlutverk þingsins og fyrirkomulag Bandaríska þingið skiptist í tvær deildir, fulltrúa- og öldungadeild. Þingið fer með löggjafarvaldið. Forseti hefur takmarkað neitunarvald og getur sjálfur gefið út tilskipanir. Nokkur munur er á starfi deilda þingsins sem og fyrirkomulagi þeirra. Hvert ríki Bandaríkjanna sendir þingmenn í báðar deildir. Mismargir sitja í fulltrúadeild þingsins frá hverju ríki Bandaríkjanna. Fjöldi þingmanna hvers ríkis er ákveðinn með tilliti til íbúafjölda ríkisins. Þannig eru einhver ríki bara með einn þingmann í fulltrúadeildinni á meðan önnur eru með tugi. Tveir fara hins vegar frá hverju ríki í öldungadeildina, algjörlega óháð íbúafjölda. Sömuleiðis eru kjörtímabilin mislöng. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár en fulltrúadeildarþingmenn tvö. Þess vegna er bara kosið um rétt rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni nú en öll sæti í fulltrúadeildinni. Hlutverk deildanna er líka misjafnt. Öldungadeildin getur ein samþykkt milliríkjasamninga og skipun embættismanna, líkt og margir gætu hafa tekið eftir í máli Bretts Kavanaugh undanfarna daga. Hins vegar sér fulltrúadeildin um almenna alríkislöggjöf. Varaforseti gegnir ávallt hlutverki forseta öldungadeildarinnar en meirihlutinn kemur sér saman um forseta fulltrúadeildar. Ef atkvæðagreiðslur í öldungadeild enda í jafntefli sker varaforsetinn úr um niðurstöðuna. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. Eins og stendur hafa Repúblikanar 235 sæti, Demókratar hafa 193 og og sjö eru auð. 218 sæti duga til að mynda einfaldan meirihluta. Það væru engin óvænt tíðindi að Demókratar bættu við sig sætum í kosningunum, sem fara fram eftir sléttan mánuð. Það er nærri algild regla að flokkur forsetans tapi í kosningum á miðju kjörtímabili hans. Ekki bætir úr skák að Donald Trump mælist óvinsælli en Barack Obama gerði árið 2010. Þá sögðust 45,5 prósent styðja forsetann, nú 42,2 prósent.Donald Trump og aðrir Repúblikanar hafa því hvatt íhaldssama kjósendur eindregið til þess að skila sér á kjörstað. „Eina ástæðan fyrir því að kjósa Demókrata er sú að þú sért orðinn þreyttur á því að sigra,“ tísti Trump forseti til að mynda í vikunni. Ítarlegasta útgáfa spálíkans tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight tekur tillit til skoðanakannana, fjáröflunar flokkanna, sögunnar og fleiri þátta. Samkvæmt því eru 28,8 prósenta líkur á því að Repúblikanar haldi meirihluta sínum. Líkurnar á því að Demókratar nái meirihluta eru þá 71,2 prósent. Almennt eru bandarískir kjósendur ósáttir við störf fulltrúadeildarinnar en sáttir við sinn fulltrúa. Er það því venjulega töluvert auðveldara að verja sæti sitt en að hirða sæti af sitjandi þingmanni. Það bætir því ekki úr skák fyrir Repúblikana að mun fleiri þingmanna flokksins eru að hætta á þingi en er raunin hjá Demókrötum. Alls eru 39 Repúblikanar að segja það gott og er það mun hærri tala en í undanförnum kosningum.Repúblikanar með forskot í öldungadeildinni Mjótt er á munum í öldungadeildinni eins og staðan er nú, fyrir kosningar. Repúblikanar hafa 51 sæti og Demókratar 47. Tveir eru óháðir en þeir greiða alla jafna atkvæði með Demókrötum og má því segja að staðan í öldungadeildinni sé í raun 51-49. Í ljósi þess að varaforsetinn Mike Pence hefur oddaatkvæði mega Repúblikanar við því að tapa einu sæti án þess að tapa völdum.Eins og venjulega er einungis kosið um þriðjung öldungadeildarþingsæta. Þau eru reyndar 35 talsins í ár. Ætti því að vera mögulegt fyrir Demókrata að ná meirihluta í ljósi óvinsælda ríkisstjórnar Trumps. En málið er flóknara en svo. Af þeim 35 sætum sem kosið er um þurfa Demókratar og hinir tveir óháðu að verja 26 sæti. Þar af tíu í ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum 2016. Þeir þurfa því að treysta á að vinna tveimur fleiri sæti en þeir tapa. Samkvæmt spálíkani FiveThirtyEight eru 78,7 prósenta líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta en einungis 21,3 prósenta líkur á að Demókrötum takist ætlunarverk sitt. Forskot Repúblikana í könnunum hefur aukist undanfarnar vikur á meðan mál Bretts Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt til hæstaréttar, hefur verið í hámæli. Þau sæti sem Repúblikanar halda nú og jöfnust barátta er um eru í Tennessee, þar sem Repúblikani leiðir með hálfu prósenti samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClearPolitics tekur saman, í Nevada leiðir Demókrati með 2,3 prósentum, í Arizona leiðir Demókrati með 3,5 prósentum og í Texas leiðir Repúblikani með 4,6 prósentum. Fimm sæti Demókrata þykja hins vegar afar viðkvæm. Útlit er fyrir að Demókratar tapi sæti sínu í Norður-Dakóta, en þar leiðir Repúblikani nú með 8,7 prósentum. Meiri spenna er í Flórída þar sem Demókrati leiðir með 2,4 prósentum, Indiana þar sem Demókrati leiðir með 2,5 prósentum, Missouri þar sem Repúblikani leiðir með 0,4 prósentum og Montana þar sem Demókrati leiðir með þremur prósentum. Gangi þessar skoðanakannanir eftir myndu Demókratar tapa tveimur af sætum sínum. Þeir myndu þó vinna tvö sæti af Repúblikönum. Staðan yrði sem sagt óbreytt í öldungadeildinni.Ríkisstjórastólar gætu skipst jafnt Kosið er um ríkisstjórastólinn í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Eins og stendur halda Repúblikanar 33 ríkisstjórasetrum, Demókratar sextán og einn er óháður. Samkvæmt spá RealClearPolitics er útlit fyrir að Repúblikanar haldi að minnsta kosti 23 sætum og Demókratar 19 en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Einna mest spennandi er baráttan í Flórída. Þar mætast algjörlega andstæðir pólar bandarískra stjórnmála. Demókratinn Andrew Gillum er á meðal þeirra frjálslyndustu í flokki sínum en Repúblikaninn Ron DeSantis er harður íhaldsmaður. Í síðustu tveimur könnunum sem birst hafa mælist Gillum með eins prósentustigs forskot. Forskot hans hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en stóð til að mynda í fimm prósentustigum um miðjan september.Demókratar mælast sigurstranglegri í flestum öðrum ríkjum þar sem mjótt er á munum. Það er að segja í Wisconsin, Oregon, Ohio, Nevada og Iowa. Einnig er spenna í Georgíu þar sem Repúblikani mælist með 0,5 prósenta forskot og í Kansas þar sem Repúblikani mælist með eins prósents forskot. Demókratar virðast svo líklegir til þess að hirða fjóra stóla sem Repúblikanar halda og Repúblikanar eru líklegir til að taka stól hins óháða. Verði þetta raunin myndu Repúblikanar samtals halda 25 ríkisstjórastólum og Demókratar 25.Hlutverk þingsins og fyrirkomulag Bandaríska þingið skiptist í tvær deildir, fulltrúa- og öldungadeild. Þingið fer með löggjafarvaldið. Forseti hefur takmarkað neitunarvald og getur sjálfur gefið út tilskipanir. Nokkur munur er á starfi deilda þingsins sem og fyrirkomulagi þeirra. Hvert ríki Bandaríkjanna sendir þingmenn í báðar deildir. Mismargir sitja í fulltrúadeild þingsins frá hverju ríki Bandaríkjanna. Fjöldi þingmanna hvers ríkis er ákveðinn með tilliti til íbúafjölda ríkisins. Þannig eru einhver ríki bara með einn þingmann í fulltrúadeildinni á meðan önnur eru með tugi. Tveir fara hins vegar frá hverju ríki í öldungadeildina, algjörlega óháð íbúafjölda. Sömuleiðis eru kjörtímabilin mislöng. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár en fulltrúadeildarþingmenn tvö. Þess vegna er bara kosið um rétt rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni nú en öll sæti í fulltrúadeildinni. Hlutverk deildanna er líka misjafnt. Öldungadeildin getur ein samþykkt milliríkjasamninga og skipun embættismanna, líkt og margir gætu hafa tekið eftir í máli Bretts Kavanaugh undanfarna daga. Hins vegar sér fulltrúadeildin um almenna alríkislöggjöf. Varaforseti gegnir ávallt hlutverki forseta öldungadeildarinnar en meirihlutinn kemur sér saman um forseta fulltrúadeildar. Ef atkvæðagreiðslur í öldungadeild enda í jafntefli sker varaforsetinn úr um niðurstöðuna.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira