Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 11:00 Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir vita loksins hvað þau skulda og ætla að selja húsið við Elliðavatn sem þau segja að gæti eins hafa verið byggt á indíánagrafreit. Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan.
Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira