Allt nema lögin Ragnar Þór Pétursson skrifar 5. október 2018 07:00 Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun