Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2018 23:15 Þeir horfðust ekki í augu í kvöld en gera það á morgun. vísir/getty Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30
Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15
Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00