Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. Kvika hefur verið að safnast saman á svæðinu á undanförnum mánuðum en talið er mögulegt að jarðskjálftinn hafi komið eldgosinu af stað.
Minnst 1.400 manns dóu vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar.
Enn sem komið er hefur engum verið gert að yfirgefa svæðið í kringum fjallið. Hins vegar hafa íbúar verið varaðir við því að halda sig í um fjögurra kílómetra fjarlægð. Eldgos er tíð í Indónesíu og það eru jarðskjálftar einnig. Samkvæmt AP fréttaveitunni erum minnst 120 virk eldfjöll á svæðinu.
Soputan spúir nú ösku í allt að sex þúsund metra hæð.
Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju

Tengdar fréttir

Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu
Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka.

Að minnsta kosti 1234 létust í skjálftanum í Indónesíu
Matar- og vatnsskortur er í borginni og vegna þess að vegir að henni skemmdust í skjálftanum er erfiðleikum bundið að bæta á birgðirnar.

Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi
Rúmlega 830 fórust í hamförunum í Indónesíu

Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu
Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag