Grófu upp jarðsprengjur saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2018 07:00 Moon Jae-in forseti á hátíðaratburði suðurkóreska hersins. Vísir/epa Herir ríkjanna tveggja á Kóreuskaga unnu að því að grafa upp jarðsprengjur á hinu vígbúna landamærasvæði í gær. Þetta var gert í samræmi við sameiginlegar yfirlýsingar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, um að draga úr vígbúnaði á landamærasvæðinu sem og úr togstreitunni á milli ríkjanna.Suðurkóreska blaðið Korea Herald hafði eftir suðurkóreska hernum að unnið hafi verið að uppgreftri jarðsprengja við landamærabæinn Panmunjom, þar sem leiðtogarnir funduðu í vor, og á nærliggjandi hæð á landamærasvæðinu. Norðurkóreski herinn greindi ekki sérstaklega frá því í gær hvar vinna norðurkóresku hermannanna fór fram en samkvæmt varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu voru þeir norðurkóresku vissulega að grafa upp jarðsprengjur.„Stór hluti af okkar vinnu felst í því að komast að því hversu margar jarðsprengjur eru grafnar á landamærasvæðinu. Við teljum okkur vita að þær séu ekki svo margar,“ sagði heimildarmaður Korea Herald úr varnarmálaráðuneytinu.Gærdagurinn var hátíðisdagur suðurkóreska hersins og hélt Moon forseti ávarp af því tilefni. „Við höfum ráðist í metnaðarfullt verkefni í átt að friði og velsæld á Kóreuskaga. Stíginn sem við fetum nú hefur enginn farið áður svo það er erfitt að spá um hvaða erfiðleikar bíða okkar. Þess vegna eru sterkar varnir mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði forsetinn.Moon sagði jafnframt að bandalagið við Bandaríkin væri afar mikilvægt í þessari vegferð. „Bandalagið stuðlar að friði á Kóreuskaga. Herlið Bandaríkjanna í Kóreu mun halda áfram að gegna friðargæsluhlutverki sínu á skaganum og mun jafnframt stuðla að stöðugleika og friði í allri Norðaustur-Asíu.“Þá greindi Chosun Ilbo frá því í gær að það myndi kosta 4,3 billjónir króna að nútímavæða járnbrautakerfi Norður-Kóreu. Umfjöllunin byggði á gögnum frá Korea Rail Network Authority. Á fimmtudaginn fullgilti suðurkóreska ríkisstjórnin samkomulag á milli leiðtoga Kóreuríkjanna um að tengja járnbrautir Kóreuskaga og nútímavæða járnbrautakerfi norðursins. Þeirra mat á kostnaði var fjarri tölu Chosun Ilbo. Alls áformar ríkisstjórnin að reiða af hendi 30 milljarða króna á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira