Nielsen hefur verið yfirmaður bankastarfsemi Danske Bank í Danmörku, Banking DK, en í tilkynningu frá stjórn bankans kemur fram að ráðning Nielsen sem bankastjóra sé einungis til bráðabirgða, hann muni áfram gegna sínu fyrra starfi, og sé ekki einn þeirra sem komi til greina sem næsti bankastjóri bankans. Borgen hefur nú endanlega hætt störfum sínum fyrir bankann.

Danske Bank hefur á síðustu mánuðum orðið miðpunktur stórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í síðasta mánuði niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins þar sem kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti.
Þó sé talið að stór hluti þeirra rúmlega 200 milljarða evra sem hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 tengist peningaþvætti.
Borgen tók við störfum sem bankastjóri Danske Bank árið 2013.