Að fá að kveðja Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. október 2018 07:00 Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Dánaraðstoð Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun